Um höfundinn

Hildur Knútsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1984. Hún skrifar bækur fyrir bæði börn og fullorðna sem og leikrit og smásögur. Hildur er einna helst þekkt fyrir furðusögur og uggvænlegar hrollvekjur. Þó hefur hún einnig skrifað bráðfyndnar bækur í félagi við Þórdísi Gísladóttur sem fjalla um krísur í lífi nútímaunglingsins og hafa hlotið miklar vinsældir.

Verk Hildar hafa hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar, þeirra á meðal Fjöruverðlaunin – Bókmenntaverðlaun kvenna (2016), Íslensku bókmenntaverðlaunin (2017), Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar (2019) og Verðlaun bóksala (nokkrum sinnum).

Hildur er femínisti og virk í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Hún býr með eiginmanni sínum og tveimur dætrum í Vesturbænum.